Umhirða og fóðrun

Fyrirlestur um umhirðu og fóðrun. Kennt er hvernig heilbrigður hundur á vera og merki þess að hundur sé ekki heilbrigður. Farið er yfir helstu heilsufarsvandamál og fyrirbyggjandi aðferðir til að koma í veg fyrir þau. Einnig er talað um fóður og hvernig velja eigi gott fóður fyrir hundinn. Farið er yfir kosti og galla geldingar/ófrjósemisaðgerðar. Farið yfir svefnþörf hunda. Sömuleiðis er farið yfir hundasamþykktina, ábyrgð hundaeigenda og dýravernd.

Enginn fyrirlestur er skipulagður á næstunni. Sendu tölvupóst á hundasetrid@hundasetrid.is til að skrá þig á biðlista.