Merkjamál og samskipti

Næsti fyrirlestur er laugardaginn 14. september kl. 10:00-13:00. Staðsetning: Lækjargata 34b, 220 Hfj.

Fyrirlestur um merkjamál og samskipti hunda. Að þekkja merkjamál hunda er grunnurinn að því að ganga vel í þjálfun og umgengni við hunda. Með því að skilja hundinn þinn betur, hjálpar þú hundinum að skilja þig.

Það sem við förum yfir:

  • Hvað er merkjamál hunda?
  • Vinamerki hunda
    • Farið yfir merki sem hundar gefa frá sér sem gefa til kynna að þeim líði vel og að þeir séu öruggir
  • Stressmerki hunda
    • Farið yfir merki þess að hundar séu stressaðir eða líði ekki vel.
  • Ógnandi merki
    • Farið yfir ógnandi merki sem hundar gefa frá sér sem viðvörun.
  • Leikur hunda og hvernig við sjáum hvort hundar leiki fallega
    • Farið ítarlega í leik hunda og samskipti þeirra á milli.
    • Farið yfir nákvæmlega hvað þú vilt sjá og hvað þú vil ekki sjá í hundaleik
  • Að stöðva slagsmál hunda

Þessi fyrirlestur er mjög góður undirbúningur fyrir fyrirlesturinn Atferli, gelt og hvatning hunda, sem verður haldinn viku seinna.

Verð: 5.000 kr. fyrir einn fyrirlestur, 7.500 kr. fyrir tvo eða 10.000 kr. fyrir alla þrjá. Það má taka með gest.

Skráning á hundasetrid@hundasetrid.is