Lífsleikni

Lífsleikninámskeið

Lífsleikninámskeið er kennt í litlum hópum (3 hundar í hóp) þar sem kennt er 1x í viku í 6 vikur. Námskeiðinu fylgir klikker og nammitaska frá DogGoneGood. Hundarnir mætast aldrei og eru í afmörkuðu rými allt námskeiðið. Farið er í æfingar sem kenna sjálfsstjórn og eigendum kennt að ná athygli hundsins áður en þeir bregðast illa við.

Námskeiðið gefur þau tól sem eigandi þarf til að halda áfram með þjálfun af þessu tagi, en það tekur flesta hunda meira en nokkrar vikur að slaka vel á í göngutúr ef gelt á aðra hunda er vandamál. Á námskeiðinu byrja hundar á að mæta gervihundi og mæta svo sérvöldum hundi sem vitað er að bregst ekki við gelti.

Athugið að eigandi þarf að geta róað hundinn sinn niður á námskeiðinu til að geta tekið þátt. Ef hundurinn geltir allan tímann eða er mjög æstur, þrátt fyrir að vera í afmörkuðu rými, mælir þjálfarinn með einkatímum fyrst.