Klóaklipp

Næsti fyrirlestur verður haldinn laugardaginn 21. september kl. 13-14:30, í húsnæði Dýralæknamiðstöðvarinnar í Hafnarfirði, Lækjargjötu 34b.

Fyrirlestur fyrir alla sem vilja læra hvernig best er að klippa hundaklær. Hann hentar sérstaklega þeim sem eiga hunda sem finnst erfitt að láta klippa á sér klærnar.

Á fyrirlestrinum förum við yfir:

  • Af hverju það þarf að klippa klær á hundum.
  • Hvernig við klippum klærnar án þess að klippa í kviku.
  • Notkun á dremel og öðrum leiðum fyrir þá sem vilja ekki nota klóaklippur.
  • Hvernig við þjálfum hunda sem hata klóaklipp og kennum þeim að elska það í staðinn.
  • Allir sem mæta á fyrirlesturinn fá útprentað þjálfunarplan.

Námskeiðið hentar bæði hvolpum sem eru að kynnast klóaklippingum í fyrsta sinn sem og hundum sem þegar hafa þróað með sér ótta við klóaklippingar.

Margir sem fara á þennan fyrirlestur velja að koma fyrst á fyrirlestur um merkjamál og samskipti hunda, en hann er haldinn viku áður.

Fyrirlesturinn Atferli, gelt og hvatning hunda verður haldinn sama dag, fyrr um daginn.

Verð: 5.000 kr. fyrir einn fyrirlestur, 7.500 kr. fyrir tvo eða 10.000 kr. fyrir alla þrjá. Það má taka með gest.

Skráning á hundasetrid@hundasetrid.is