Einkatímar

Einkatímar virka þannig að þjálfarinn kemur á heimili hundsins og tekur ítarlegt viðtal við eigendur og helstu spurningum er svarað. Eftir tímann fær eigandi sent þjálfunarplan sem er þægilega sett upp og gert með þeim tilgangi að eigandi geti auðveldlega unnið í fyrrgreindum vandamálum. Eftirfylgni í tölvupósti er innifalin í tvo mánuði.

Þegar um alvarleg vandamál er að stríða getur þurft nokkra tíma til að ná góðum árangri.

Einkatímar eru einnig sniðug lausn fyrir nýja hundaeigendur og sérstaklega hvolpaeigendur sem komast ef til vill ekki strax á námskeið. Þá er farið yfir allt það helsta sem þarf að hafa í huga fyrstu vikurnar og mánuðina í uppeldi hundsins.

Verð á fyrsta tíma með þjálfunarplani: kr. 19.000,-

Endurkomutímar: kr. 9.000,-