Atferli, gelt og hvatning hunda

Næsti fyrirlestur er laugardaginn 21. september kl. 10:00-12:00. Staðsetning: Lækjargata 34b, 220 Hfj.

Farið er yfir hvað er eðlileg hegðun hunda og hvers við getum ætlast til af þeim. Talað eru um hvað hvetur hunda áfram í þjálfun og hvernig við náum mestum árangri með þá. Löggð er áhersla á umhverfisþjálfun, sjálfsstjórnaræfingar og slökun.

Það sem við ræðum:

  • Hvernig hugsa hundar?
  • Væntingar og raunveruleikinn
  • Það sem við getum gert til að breyta hegðun hunda
    • Stjórn á aðstæðum
    • Þjálfun
    • Að skilja hvað er eðlileg hegðun hunda
    • Hreyfing
    • Mataræði
    • Andleg örvun
  • Hvað hvetur hunda áfram?
  • Vandamál í þjálfun
  • Taumganga
  • Innkall
  • Heilaleikfimi
  • Algeng mistök í þjálfun
  • Af hverju gelta hundar?
  • Hvernig kennum við hundum að hætta að gelta?
  • Önnur þjálfunarvandamál

Margir sem fara á þennan fyrirlestur velja að koma fyrst á fyrirlestur um merkjamál og samskipti hunda, en hann er haldinn viku áður.

Verð: 5.000 kr. fyrir einn fyrirlestur, 7.500 kr. fyrir tvo eða 10.000 kr. fyrir alla þrjá. Það má taka með gest.

Skráning á hundasetrid@hundasetrid.is