Aðskilnaðarkvíði: Hvað er til ráða

Engir fyrirlestrar eru á dagskrá. Sendu póst á hundasetrid@hundasetrid.is ef þú vilt fá tilkynningu þegar skráning hefst á næsta fyrirlestur.

Námskeið með fyrirlestrarformi og heimavinnu.

Geltir hundurinn þinn stanslaust þegar hann er skilinn eftir einn heima?
Skemmir hundurinn hluti og húsgögn þegar hann er einn heima?
Verður hundurinn stressaður um leið og þú gerir þig líklega(n) til að fara út?

Ef þú svaraðir einhverjum af ofantöldum spurningum játandi, gæti hundurinn þinn verið með aðskilnaðarkvíða.

Það er mikilvægt að fara rétt að málum þegar unnið er í aðskilnaðarkvíða. Hundurinn upplifir mikla hræðslu og vanlíðan þegar hann er skilinn eftir einn heima. Þolinmæði er stór partur af þjálfun sem þessari og mikilvægt að eigandi geri sér grein fyrir því að það getur tekið nokkra mánuði að vinna í vandamálinu. Flestir mega gera ráð fyrir 4-6 mánuðum. Eftir því sem hundurinn þarf oftar að vera einn heima, því lengri tíma tekur að venja hann við einveruna.

Hvernig virkar námskeiðið?

  1. Þú mætir á fyrirlestur sunnudaginn
  2. Eftir fyrirlesturinn færðu útprentað þjálfunarplan.
  3. Lokaður facebook-hópur verður nýttur undir tilkynningar og þar geta meðlimir sent inn spurningar.
  4. Þú mætir í opinn tíma þar sem þátttakendur geta komið og fengið aðstoð og svör við spurningum.
  5. Aðstoð frá Berglindi hundaþjálfara- og hundaatferlisfræðingi á facebook-hópnum og í tölvupósti er innifalin í tvo mánuði eftir að námskeið hefst. Ef þörf er á mikilli aðstoð er þó mælt með einka-aukatíma sem kostar 8.000 kr.