Næstu námskeið

Engar skráningar í gangi.

Næstu fyrirlestrar

Engar skráningar í gangi.

 

Um þjálfarann

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún er lærður hundaþjálfari og hundaatferlisfræðingur og er einnig með BSc í sálfræði. Hundaþjálfun og hundaatferlisfræði lærði hún í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers en kennarinn hennar var hinn virti hundaþjálfari Jean Donaldson, sem hefur meðal annars skrifað bókina The Culture Clash. Berglind notast einungis við jákvæðar þjálfunaraðferðir.

Hjá Hundasetrinu er eingöngu notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir. Það þýðir að mikil áhersla er lögð á að verðlauna æskilega hegðun en að sjálfsögðu er einnig unnið í að minnka tíðni óæskilegrar hegðunar. Það að notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir þýðir líka að tækjum, tólum og aðferðum sem valda hundum óþægindum eða sársauka, er vísað á bug.

Berglind er lærður hundanuddari og nýtir það óspart sem stuðning við hunda með atferlisvandamál, enda hjálpar nudd hundum að slaka á.

Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og starfar hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti.